Tveir fimmtán ára drengir hafa verið handteknir vegna gruns um að hafa myrt heimilislausan mann sem fannst látinn í kirkjugarði í Darlington, Englandi, fyrr í mánuðinum.
George Akers heitir maðurinn sem fannst látinn. Lík hans fannst undir tré á lóð kirkju heilags Cuthberts þann tólfta júní síðastliðinn.
Í fyrstu var ekki talið að um morð hafi verið að ræða, en eftir frekari rannsóknir kom í ljós að hann hafði hlotið innvortis meiðsli. Yfirvöld sögðu að fórnarlambið hefði orðið fyrir hrottalegri árás.
Talsmaður lögreglunnar í Durham, hvar atvikið átti sér stað, sagði að táningarnir yrðu yfirheyrðir í dag. Yfirvöld segja að Akers hafi fundist látinn á sama stað og hann hefði sofið á á undangengnum vikum fyrir morðið.