Panetta: Erfiðara stríð en nokkurn grunaði

Leon Panetta yfirmaður CIA
Leon Panetta yfirmaður CIA Reuters

Bandaríkin eru að ná árangri í Afganistan en stríðið þar hefur verið harðara og framþróunin hægari heldur en nokkurn grunaði, segir Leon Panetta, yfirmaður leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA.

Hann segir stríðið, sem hefur staðið yfir í tæp níu ár, hafi verið afar erfitt. Panetta, sem tók við forstjórastarfinu hjá CIA á síðasta ári, segir lykilatriði hvernig Afganar taki á sínum málum varðandi öryggismál þegar erlendur her yfirgefur landið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert