Stofnun Sameinuðu þjóðanna sem fer með málefni palestínskra flóttamanna, hvatti stjórnvöld á Gaza til þess að leysa rafmagnsdeilu án utanaðkomandi afskipta. Hluti Gaza-strandarinnar hefur verið án rafmagns um helgina vegna deilna um ógreiddra rafmagnsreikninga.
Ofan á allar aðrar þær hörmungar sem eru íbúar Gaza strandarinnar búa við þá bætist rafmangsleysi þar við, segir John Ging, sem stýrir hjálparstarfi SÞ á Gaza, (UNRWA).
Hann segir ástandið óbærilegt og það verði að leysa það fljótt. Vandamálið sé Palestínumanna og það sé þeirra að leysa það. Eru það Hamas, sem fer með völdin á Gaza, og samtök Palestínu manna (PNA) sem deila en PNA er við völd á Vesturbakkanum.
UNRWA, sem sér um að veita um einni milljón íbúa Gaza neyðarhjálp hefur ítrekað gagnrýnt herkví Ísraela þau ár sem hún hefur verið í gildi en mjög sjaldan beinist gagnrýni þeirra að Hamas sem fer með stjórnina á Gaza.
Eina raforkuverðið á Gaza svæðinu, sem sér um að framleiða fjórðung þess rafmagns sem notað er á Gaza, varð að loka á föstudag vegna deilna milli Hamas og PNA, sem nýtur stuðnings vesturveldanna um rafmagnsreikninga.
PNA gagnrýnir Hamas harðlega fyrir að neyða ekki tugi þúsunda íbúa Gaza, sem eru með atvinnu, greiða rafmagnsreikninga sína. Þannig myndi orkuverið fá rekstrarfé sem hægt væri að nota til þess að greiða kostnað af rekstrinum.
Vegna lokunar orkuversins hafa íbúar Gaza þurft að reiða sig enn frekar á dísil rafstöðvar en dísil er af skornum skammti þar sem Ísraelar stýra því hversu mikið magn er flutt inn á Gaza.
Mun minna er flutt af eldsneyti til Gaza frá því Evrópusambandið hætti hjálparstarfi þar en áður fjármagnaði ESB kaup á lyfjum og eldsneyti á Gaza.