Fer til Afganistan og sækir lík hermannanna

Varnarmálaráðherra Noregs, Grete Faremo, sagði við fréttamenn í dag að hún myndi fara til Afganistan og sækja lík fjögurra norskra hermanna sem létust er bifreið þeirra ók á sprengju í Faryab héraði í Norður-Afganistan síðdegis í gær. 

Forsætisráðherra Noregs, Jens Stoltenberg,  segir árásina harkalega áminningu um hættuna sem fylgir þátttöku Noregs í hernaðinum í Afganistan. „Þrátt fyrir að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja öryggi hermanna okkar þá getum við aldrei tryggt að verða ekki fyrir missi sem slíkum sem við upplifðum í gær," sagði Stoltenberg á fréttamannafundi í morgun.

Hermennirnir fjórir voru á aldrinum 21-41 árs. Alls hafa níu norskir hermenn fallið í Afganistan.

Frá Afganistan í morgun
Frá Afganistan í morgun Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert