„Hraðlax“ í búðirnar

Laxeldiskvíar í Mjóafirði. Myndin tengist fréttinni ekki.
Laxeldiskvíar í Mjóafirði. Myndin tengist fréttinni ekki. mbl.is/Þorkell

Neytendum kann senn að standa til boða að kaupa sér erfðabreyttan eldislax sem þroskast helmingi hraðar en venjulegur eldisfiskur, lax sem kalla mætti „hraðlax“.

Það er erfðafyrirtækið AquaBounty Technologies sem stendur að baki þróuninni en á vefsíðu þess má sjá vaxtarkúrfu erfðabreytta laxins sem er mun fljótari að ná æskilegri hámarksþyngd en venjulegur eldislax. Svo ein samanburðartala sé valin af handahófi vegur erfðabreytti laxinn sex kíló eftir 700 daga eldi en venjulegi laxinn 2,25 kíló.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert