Danir borga mestu skattana

Danir borga 48,2% í skatta
Danir borga 48,2% í skatta Brynjar Gauti

Danmörk er það land í Evrópu sem borgar mestu skattana. Þessir lífsglöðu frændur vorir greiða að meðaltali 48,2% skatt, samkvæmt upplýsingum frá Eurostat.

Þar með hafa Danir velt Svíum úr sessi skattakónga Evrópu en í Svíþjóð greiða menn að meðaltali 47,1% skatt.

Frá árinu 2000 til ársins 2008 hafa skattar í Svíþjóð lækkað um 4,7 prósentustig.

Á norska fréttavefnum E24 segir að danska þjóðin tróni ekki einungis á toppi lista Eurostat yfir skattahæstu þjóða Evrópu því að samkvæmt skýrslu OECD hafi skuldaaukning danskra heimila aukist síðustu fimm árin, úr 108% til 136% af VLF.

Þannig er Danmörk einnig í toppsæti lista OECD yfir skuldmestu lönd heims.

Þá kemst Noregur ofarlega á lista Eurostat yfir skattahæstu þjóðir Evrópu, með 42,2% skatt og er í 7. sæti af 27 ESB löndum á listanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka