Öflugur jarðskjálfti varð í ríkinu Oaxaca í suðurhluta Mexíkó í dag. Skjálftinn, sem mældist 6,2 á Richter, reið yfir klukkan 02:22 að staðartíma (kl. 7:22 að íslenskum). Titringurinn fannst alla leið til Mexíkóborgar, sem er í um 350 km frá upptökum jarðskjálftans.
Margir urðu óttaslegnir og forðuðu sér út úr byggingum. Voru margir þeirra sofandi þegar jarðskjálftinn varð. Yfirvöld í Oaxaca segjast ekki hafa fengið neinar tilkynningar um slys á fólki eða tjóni á mannvirkjum.
Skjálftamiðjan var um 120 km vest-suðvestur af Oaxaca borg.