Madhav Kumar Nepal, forsætisráðherra Nepals, sagði af sér embætti er hann ávarpaði landsmenn í beinni útsendingu. Hann sagðist vilja binda enda á pólitískt þrátefli og stuðla að friði.
Undanfarna mánuði hafa Maóistar þrýst mjög á ráðherrann að segja af sér. Þeir segja að þar sem flokkur þeirra sé sá stærsti í landinu, þá eigi þeir rétt á því að ákveða hver sé forsætisráðherra landsins. Ekki liggur fyrir hver muni taka við embættinu.
Nepal var útnefndur í embættið fyrir rétt rúmu ári til að stýra 22 flokka samsteypustjórn sem tók við stjórnartaumunum af Maóistum.