Ísland sleppur betur en önnur Evrópuríki

Bandaríski hagfræðingurinn Paul Krugman.
Bandaríski hagfræðingurinn Paul Krugman. STR

Banda­ríski nó­bels­verðlauna­haf­inn í hag­fræði, Paul Krugman, seg­ir í pistli á vefsíðu New York Times að þrátt fyr­ir að Íslend­ing­ar hafi orðið fyr­ir mikl­um efna­hags­hremm­ing­um, og þurfi nú að greiða niður mikl­ar skuld­ir vegna ábyrgðarlausr­ar skulda­söfn­un­ar fárra auðkýf­inga, þá hafi þeir sloppið mun bet­ur en aðrar Evr­ópuþjóðir sem glími við al­var­lega efna­hagserfiðleika.

Krugman seg­ir að vegna þess hversu al­var­leg krepp­an hafi orðið á Íslandi hafi verið gripið til þeirra ráða að leyfa gjald­miðlin­um að falla og inn­leiða sam­hliða því gjald­eyr­is­höml­ur í stað þess t.a.m. að reyna að halda gengi gjald­miðils­ins uppi eins og víðar ann­ars staðar. Þetta hafi skilað ár­angri og fyr­ir vikið hafi krepp­an komið væg­ar niður á Íslend­ing­um en öðrum þjóðum.

Krugman seg­ir að boðskap­ur­inn sé senni­lega sá að ef ríki lenda á annað borð í efna­hagskreppu sé eins gott að hún verði nógu slæm svo þau fari ekki að þiggja ráð af þeim sem vilja halda því fram að því meiri sárs­auka sem fólk þarf að þola því fyrr batni fólki.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert