Vændiskaupabann bar árangur

Mjög hefur dregið úr götuvændi í Stokkhólmi.
Mjög hefur dregið úr götuvændi í Stokkhólmi.

Sænsk lög sem banna vændiskaup hafa reynst árangursrík í að draga úr götuvændi. Hægt væri að auka áhrif laganna enn meir með því að tvöfalda fangelsisrefsingu fyrir brot, að því er segir í skýrslu sem sænska dómsmálaráðuneytið birti í dag.

Bann við kaupum á kynlífsþjónustu í Svíþjóð tók gildi 1999 og síðan „hefur dregið úr götuvændi í Svíþjóð um helming,“ segir í skýrslunni. Svíþjóð var fyrst landa til að  setja slík lög.

„Þessa minnkun má álíta sem bein áhrif af því að gera það að lögbroti að kaupa kynlífsþjónustu.“ Hins vegar er viðurkennt að vændisþjónusta sem boðin er á netinu hafi færst í vöxt í Svíþjóð.

Um 280 vændiskonur falbuðu sig á götum Stokkhólms árið 1998, ári áður en bannið tók gildi. Tíu árum síðar, eða 2008, voru þær um 180 talsins samkvæmt opinberum tölum sem vitnað er í í skýrslunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert