Samið um eldflaugavarnir

Hillary Clinton segir að eldflaugavarnakerfið sé vörn gegn eldflaugum Írana.
Hillary Clinton segir að eldflaugavarnakerfið sé vörn gegn eldflaugum Írana. Reuters

Bandaríkin og Pólland undirrituðu í dag nýjan samning um uppsetningu varnareldflauga Bandaríkjanna í Póllandi. Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að flaugarnar muni bægja frá hættu af eldflaugum frá Íran.

Samningurinn er nokkuð breyttur frá samkomulagi sem undirritað var í Bandaríkjunum í ágúst 2008. Upphaflega var gert ráð fyrir öflugri ratsjárstöð í Tékklandi og tíu gagneldflaugastöðvum fyrir langdrægar eldflaugar í Póllandi. 

Rússar mótmæltu þessum áformum og töldu öryggi sínu ógnað. Ríkisstjórn Obama Bandaríkjaforseta breytti þá áformunum og ákvað að setja upp skammdrægar og meðaldrægar eldflaugar í Póllandi.

Samkomulagið var undirritað í Kraká að viðstöddum þeim Hillary Clinton utanríkisráðherra Bandaríkjanna og  Radoslaw Sikorski utanríkisráðherra Póllands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert