Andstaða við rýrari eftirlaun

Mótmælendur söfnuðust saman fyrir framan gríska þinghúsið og mótmæltu niðurskurðaráformum …
Mótmælendur söfnuðust saman fyrir framan gríska þinghúsið og mótmæltu niðurskurðaráformum ríkisstjórnarinnar. Reuters

Helmingur grísku þjóðarinnar er andvígur áformum um breytingar á eftirlaunakerfinu. Reiknað er með því að gríska þingið samþykki breytingarnar í þessari viku. Ámóta margir telja að nauðsynlegt sé að skerða eftirlaunaréttindi, að því er fram kom í skoðanakönnum sem birt var í dag.

Áformin ganga út á það m.a. að lækka eftirlaun og hækka eftirlaunaaldur í 65 ára.  Þetta er hluti af niðurskurðaráætlunum grísku ríkisstjórnarinnar sem koma á móti þriggja ára aðstoð Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins upp á 110 milljarða evra. 

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar töldu 19% að breytingarnar séu „stórslys“ og 29,6% kváðust vera þeim andvíg. Það var dagblaðið To Vima, sem þykir hliðhollt ríkisstjórninni, sem lét gera skoðanakönnunina.

Hins vegar sögðu 35,2% Grikkja að aðgerðirnar séu „nauðsynlegar þótt þær séu óréttlátar“ og 14,2% voru þeim fyllilega sammála. 

Grísk verkalýðssamtök hafa boðað alsherjarverkfall daginn sem kosið verður um tillögurnar í gríska þinginu. Það verður sjötta alsherjarverkfallið í Grikklandi á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka