Hvítmálaðir tindar bera við himin

Geimferjan Atlantis sést svífa yfir tinda Andesfjalla sem sumir hverjir …
Geimferjan Atlantis sést svífa yfir tinda Andesfjalla sem sumir hverjir öðlast aftur hvítan lit, þrátt fyrir jöklabráðnun. NASA

Tindar í Andesfjöllum Perú verða aftur hvítir, þrátt fyrir að jöklar á þeim hafi bráðnað. Perúski uppfinningamaðurinn Eduardo Gold er með áform um að mála þrjá fjallstinda, 70 hektara svæði, í Ayachucho í Suður-Perú hvíta, að sögn grænlenska útvarpsins KNR. 

Félag Eduardo Gold, Glaciares Perú, hlaut m.a. verðlaun Alþjóðabankans í nóvember 2008 í keppni um 100 hugmyndir til bjargar heiminum. Gold segir að hvítt yfirborðið muni endurkasta sólargeislunum og þannig verði kaldara en ella þar í kring. 

Með þessu kveðst hann vona að geta stuðlað að því að jöklar myndist á ný þar sem þeir hafa bráðnað. 

Vísindamenn telja óvíst að þetta dugi til að snúa við loftslagsþróuninni, jafnt þótt Alþjóðabankinn kosti málningarvinnuna.

Heimasíða Glaciares Perú

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert