Neita að setja eldsneyti á íranskar þotur

Reuters

Íranskar farþegaþotur hafa ekki fengið afgreitt eldsneyti á flugvöllum í Bretlandi, Þýskalandi og í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Er þetta liður af refsiaðgerðum og einhliða aðgerðum bandarískra stjórnvalda gagnvart Íran, segir í frétt írönsku fréttastofunnar ISNA.

Íranska ríkisfréttastofan IRNA segir í annarri frétt að flugvellir í Kúveit hafa einnig neitað að setja eldsneyti á íranskar farþegaþotur.

„Frá því í síðustu viku, eftir að Bandaríkin samþykktu lög einhliða og beittu Íran refsiaðgerðum, hafa flugvellir í Englandi, Þýskalandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum neitað að afgreiða eldsneyti til íranskra flugvéla,“ hefur ISNA eftir Mehdi Aliyari hjá flugfélagi Írans.

Sl. fimmtudag undirritaði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, lög sem heimila auknar refsiaðgerðir gagnvart Íran. Þær hörðustu hingað til. Obama sagði að þetta myndi hafa áhrif á getu Írana til að fjármagna kjarnorkuáætlun landsins. Að auki myndi Íran einangrast enn frekar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert