Verður Velferðarflokkurinn tímabundið

Sænski Vinstriflokkurinn hefur ákveðið að grípa til óvenjulegs útspils í aðdraganda þingkosninganna sem fram fara í Svíþjóð í september og skipta um nafn tímabundið. Fram að kosningum mun flokkurinn bera nafnið Velferðarflokkurinn (Välfärdspartiet).

Nafnabreytingin er sögð með það fyrir augum að leggja áherslu á grunnmálefni flokksins, velferðarmálin, og reyna með því að auka fylgi hans. Leiðtogi Velferðarflokksins, Lars Ohly, sagði við fjölmiðla að ætlunin væri m.a. að stimpla flokkinn inn sem öflugasta málsvara sænska velferðarkerfisins.

Vinstriflokkurinn/Velferðarflokkurinn hefur átt á brattann að sækja í skoðanakönnunum sem hafa bent til þess að flokkurinn fái aðeins um 5% fylgi í kosningunum í haust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert