Dalai Lama 75 ára í dag

Dalai Lama, andlegur leiðtogi Tíbeta, er 75 ára í dag og er afmæli hans fagnað í Dharamshala á Indlandi þar sem leiðtoginn dvelur. Dalai Lama ávarpaði um 5000 stuðningsmenn sína í morgun og sagðist meðal annars harma að kínversk stjórnvöld hafi ekki leyft íbúum Tíbet að halda upp á afmæli hans.

Að sögn fjölmiðla leit Dalai Lama vel út og er greinilega við góða heilsu. Hann sat á miðju sviði framan við þúsundir skólabarna, Tíbeta í útlegð og erlendra ferðamanna, sem voru viðstödd hátíðarhöldin.  

Dalai Lama horfði á borða, sem á voru myndir af lífsstarfi hans, og sagði: „Þegar ég sé þessar myndir og sé þróunina veit ég að lífi míni hefur ekki verið kastað á glæ."

Dalai Lama kom til Íslands á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert