Yfir Kyrrahafið á plastflöskum

Bátur sem að mestu leyti er byggður úr plastflöskum er á leið yfir Kyrrahafið um þessar mundir til þess að vekja athygli á þeim hættum sem höfum heimsins stafar af mengun vegna plasts, ofveiði á fiski og loftlagsbreytingum.

Bátnum, sem ber heitið Plastiki, hefur þegar verið siglt 12.860 kílómetra áleiðis yfir hafið á undanförnum 108 dögum en ferðin hófst í San Francisco. Næsti viðkomustaður er Sydney í Ástralíu. Búist er við að sá hluti ferðarinnar muni verða sá erfiðasti til þessa.

Flöskunum í bátnum er haldið saman með endurvinnanlegu plasti sem kallast Seretex og lífrænu lími sem er búið til úr hnetukjörnum og sykurreyr. Seglin eru einnig búin til úr endurvinnanlegu plasti. Báturinn er knúinn áfram af endurvinnanlegri orku, s.s. sólarorku og vindorku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert