Lést áður en hann fór fyrir dóm

Pólskir gyðingar við útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz.
Pólskir gyðingar við útrýmingarbúðir nasista í Auschwitz. JACEK GLAZ

Níræður Þjóðverji sem ákærður hafði verið fyrir stríðsglæpi í síðari heimsstyrjöldinni lést áður en hægt var að rétta yfir honum. Adolf Storms, sem var liðþjálfi í SS-sveitum Hitlers á stríðsárunum, lést á heimili sínu í Duisburg. Hann var ákærður í nóvember s.l. en mál hans hafði ekki verið tekið fyrir þar sem enn hafði ekki legið fyrir hvort hann þyldi réttarhöld af heilsufarsástæðum.

Storms var ákærður fyrir að bera ábyrgð á dauða 58 ungverskra gyðinga sem neyddir höfðu verið í þrælkunarvinnu í Austurríki. Gyðingarnir voru skotnir undir lok stríðsins þegar Þjóðverjar voru á flótta undan herjum Rússa. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert