8.819 blaðsíðna tilboð

Airbus vonast eftir að gera „samning aldarinnar“ við Bandaríkjaher.
Airbus vonast eftir að gera „samning aldarinnar“ við Bandaríkjaher. TOBIAS SCHWARZ

Evrópski flugrisinn Airbus kynnti í dag tilboð fyrir Bandaríkjaher um smíði flugvéla sem geta fyllt aðrar vélar af bensíni á flugi. Bandaríkjaher hefur lýst yfir áhuga á að gera samning um smíði 179 slíkra flugvéla. Tilboðið var skriflegt og hljóðaði upp á nákvæmlega 8.819 blaðsíður.

Keppinautur Airbus, Boeing, rennir einnig hýru auga til samningsins sem talinn er vera virði 40 milljarða bandaríkjadollara og kallaður er „samningur aldarinnar“.

Airbus kynnti í tilboði sínu her-útgáfu af A330 farþegaþotunni, sem nefnist KC-45.

Frestur til að skila inn tilboði rennur út á morgun, föstudag, og búist er við að Boeing skili þá inn sínu tilboði.

Í tilkynningu frá EADS, móðurfélagi Airbus, sagði að ef fyrirtækið hlyti samninginn myndi ný verksmiðja þeirra rísa í Alabama og skapa um 48.000 störf.

Talið er að herinn taki ákvörðun um við hvern hann ætlar að semja fyrir 12. nóvember næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert