Naomi Campbell fyrir stríðsglæpadómstól

Naomi Campbell kemur víða við.
Naomi Campbell kemur víða við. Reuter

Ofurfyrirsætan Naomi Campbell mun stíga í vitnastúkuna í stríðsglæpadómstólnum í Haag þann 29. júlí næstkomandi. Hún er vitni í réttarhöldunum yfir Charles Taylor, fyrrum forseta Líberíu. 

Taylor á að hafa fært Campbell „blóðdemant“ að gjöf árið 1997 í kvöldverðarboði. Réttarhöld yfir Taylor hafa staðið yfir frá árinu 2008. Hann er ákærður fyrir að hafa útvegað uppreisnarmönnum í borgarastyrjöldinni í Sierra Leone vopn í skiptum fyrir demanta.

Það að Campbell hafi átt demantinn þykir benda sterklega til þess að Taylor hafi haft þá í fórum sínum. Hann hefur harðneitað því að hafa fengið demanta í skiptum fyrir vopn.

120.000 manns létust í borgarastyrjöldinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert