Mættur með „pínu kjúkling“

Paul Gascoigne hefur marga fjöruna sopið.
Paul Gascoigne hefur marga fjöruna sopið.

Paul Gascoigne, fyrrum fótboltahetja, er sagður vera mættur til Rothbury til að ræða við Raoul Moat við árbakkann. Að sögn Sky-fréttastofunnar segist Gascoigne vera vinur Moat. Gasgoigne segir Moat vera „herramann“ og þeir hafi kynnst þegar Moat starfaði sem dyravörður í Newcastle.

Lögregla heldur því á hinn bóginn fram að Gasgoigne þekki ekki Moat.

Gascoigne sagði í viðtali við útvarpsstöðina Metro að hann hefði komið með „bjór, pínu kjúkling, farsíma og eitthvað til að hlýja sér með. “

„Það er allt í lagi með hann og mig langar bara til að hjálpa honum og spjalla aðeins við hann. Hann skýtur mig ekkert, ég veit það vel.“ 

„Er hann hvað?! Ég er að borða kvöldmat hérna á Mallorca. Ég er algjörlega orðlaus,“ sagði umboðsmaður Gascoigne í viðtali við Sky-fréttastofuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert