Umsátur í Rothbury

Lögreglumenn hafa fínkembt svæðið í kringum Rothbury í norður Englandi …
Lögreglumenn hafa fínkembt svæðið í kringum Rothbury í norður Englandi síðustu daga. Reuter

Lögregla í Englandi er í viðræðum við Raoul Moat, sem er grunaður um að hafa skotið fyrrverandi kærustu sína, banað manni hennar og sært lögregluþjón alvarlega. Atburðarásin fer fram við árbakka í grennd við bæinn Rothbury í norður Englandi. Íbúar hafa verið beðnir um að halda sig innandyra. Moat er sagður miða skotvopni að höfði sínu.

Hundruð lögreglumanna hafa leitað Moat síðustu daga. Vegfarendur sáu Moat fyrst á gangi við árbakka í grennd við bæinn fyrr í dag.

Fjöldi lögreglumanna er í viðbragðsstöðu og að sögn Sky-fréttastofunnar er lögregla nú að reyna að fá Moat til að leggja vopnið niður. Reiðhjólamaður sem hjólaði framhjá atburðarásinni fyrir tilviljun sagði að hann hefði séð 10 lögreglumenn miða vopnum sínum að Moat. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka