Lögregla beitti rafbyssu

Lögreglumenn við bæinn Rothbury í gær þar sem Moat fannst …
Lögreglumenn við bæinn Rothbury í gær þar sem Moat fannst í gærkvöldi. Reuters

Lögregla í Bretlandi hefur staðfest, að hún beitti rafbyssu á Raoul Moat í gærkvöldi. Moat skaut sig í höfuðið laust eftir miðnætti að íslenskum tíma eftir að lögregla reyndi í sex klukkutíma að fá hann til að gefast upp. Hann lést skömmu síðar af sárum sínum á sjúkrahúsi.

Sky sjónvarpsstöðin hefur eftir Sue Sim, starfandi yfirlögregluþjóni, að fram til þess að Moat skaut sig hefðu lögreglumenn reynt að fá hann til að gefast upp. Þeir hefðu meðal annars beitt rafbyssu en það hefði ekki nægt til að koma í veg fyrir að Moat svipti sig lífi. 

Ekki er vitað hvort rafbyssunni var beitt fyrir eða eftir að Moat skaut sig eða hvort rafbyssuskotið varð til þess að Moat svipti sig lífi. Aganefnd bresku lögreglunnar mun rannsaka hvort réttum reglum hafi verið fylgt í umsátrinu um Moat. 

Meðan lögregla ræddi við Moat í gærkvöldi hélt hann afsagaðri haglabyssu að höfði sér. Hellirigning var á norðausturhluta Englands um miðnættið að breskum tíma en breskar sjónvarpsstöðvar sýndu beint frá svæðinu og Sky sjónvarpsstöðin notaði m.a. nætursjónauka.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert