Lögregla beitti rafbyssu

Lögreglumenn við bæinn Rothbury í gær þar sem Moat fannst …
Lögreglumenn við bæinn Rothbury í gær þar sem Moat fannst í gærkvöldi. Reuters

Lög­regla í Bretlandi hef­ur staðfest, að hún beitti raf­byssu á Ra­oul Moat í gær­kvöldi. Moat skaut sig í höfuðið laust eft­ir miðnætti að ís­lensk­um tíma eft­ir að lög­regla reyndi í sex klukku­tíma að fá hann til að gef­ast upp. Hann lést skömmu síðar af sár­um sín­um á sjúkra­húsi.

Sky sjón­varps­stöðin hef­ur eft­ir Sue Sim, starf­andi yf­ir­lög­regluþjóni, að fram til þess að Moat skaut sig hefðu lög­reglu­menn reynt að fá hann til að gef­ast upp. Þeir hefðu meðal ann­ars beitt raf­byssu en það hefði ekki nægt til að koma í veg fyr­ir að Moat svipti sig lífi. 

Ekki er vitað hvort raf­byss­unni var beitt fyr­ir eða eft­ir að Moat skaut sig eða hvort raf­byssu­skotið varð til þess að Moat svipti sig lífi. Aga­nefnd bresku lög­regl­unn­ar mun rann­saka hvort rétt­um regl­um hafi verið fylgt í umsátr­inu um Moat. 

Meðan lög­regla ræddi við Moat í gær­kvöldi hélt hann af­sagaðri hagla­byssu að höfði sér. Hellirign­ing var á norðaust­ur­hluta Eng­lands um miðnættið að bresk­um tíma en bresk­ar sjón­varps­stöðvar sýndu beint frá svæðinu og Sky sjón­varps­stöðin notaði m.a. næt­ur­sjón­auka.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert