Sænskur ráðherra sakaður um kaup á kynlífsþjónustu

Sven Otto Littorin.
Sven Otto Littorin.

Sænska blaðið Aft­on­bla­det seg­ir, að hin raun­veru­lega ástæða fyr­ir því að Sven Otto Litt­or­in sagði af sér ráðherra­embætti í vik­unni hafi verið sú að blaðið hafði und­ir hönd­um upp­lýs­ing­ar um að hann hefði keypt kyn­lífsþjón­ustu fyr­ir fjór­um árum en slíkt er ólög­legt í Svíþjóð. Fredrik Rein­feldt, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að Litt­or­in vísi þessu á bug. 

Litt­or­in sagði af sér embætti at­vinnu­málaráðherra í vik­unni og sagði ástæðuna þá, að hann ætti í harðvítugri for­ræðis­deilu við fyrr­um eig­in­konu sína. Fjöl­miðlar hefðu fjallað um þá deilu vegna stöðu hans sem ráðherra og hann vildi vernda börn sín fyr­ir kast­ljósi fjöl­miðla. 

Rein­holdt ræddi við fjöl­miðla í morg­un um málið. Sagði hann að Litt­or­in hefði haft sam­band við sig á þriðju­dags­kvöld og óskað eft­ir því að fá lausn frá ráðherra­embætti.  Litt­or­in hefði einnig sagt sér, að Aft­on­bla­det hefði haft sam­band við sig og komið fram með ásak­an­ir sem ekki væru sann­leik­an­um sam­kvæm­ar. 

Aft­on­bla­det birt­ir í dag viðtal við konu, sem seg­ir að Litt­or­in hafi keypt af henni kyn­lífsþjón­ustu fyr­ir fjór­um árum. Kon­an, sem starfaði þá sem vænd­is­kona, seg­ir að Litt­or­in hafi haft sam­band við hana gegn­um netið og þau hafi síðan hist á hót­el­her­bergi. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka