Fagnaðarlæti á Páskaeyju

00:00
00:00

Fagnaðarlæti brut­ust út á Páska­eyju  þegar sól­in myrkvaðist og myrk­ur varð um miðjan dag. Í hálfrökkr­inu glitti  í steinstytt­urn­ar, sem staðið hafa á eyj­unni í þúsund­ir ára. 

„Þetta var eins og að vera á íþrótta­leik­vangi í flóðljós­um. Eins og að vera í dimmu her­bergi með 10 watta peru," sagði heimamaður­inn Francisco Haoa.

Sól­myrkvi sást í dag yfir Kyrra­hafi og lengst var hann yfir Páska­eyju, 4 mín­út­ur og 41 sek­únd­ur. Eyj­an er  3500 km vest­ur af Chile. Þúsund­ir ferðamanna komu til eyj­ar­inn­ar um helg­ina til að fylgj­ast með þessu sjald­gæfa nátt­úru­fyr­ir­bæri. 

Sólin myrkvaðist yfir Kyrrahafi í dag.
Sól­in myrkvaðist yfir Kyrra­hafi í dag. Reu­ters
Fjölmargir fylgdust með sólmyrkvanum á Páskaeyju.
Fjöl­marg­ir fylgd­ust með sól­myrkv­an­um á Páska­eyju. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert