Frjáls ferða sinna

Íranski kjarnorkuvísindamaðurinn,  Shahram Amiri, er frjáls ferða sinna og má yfirgefa Bandaríkin þegar hann vill. Þetta kom fram í máli Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag.

„Honum var frjálst að koma og honum er frjálst að fara,“  sagði Clinton og svaraði ásökunum Írana um að Amiri hefði verið rænt af bandarísku leyniþjónstunni þegar hann var í Sádí-Arabíu.

Clinton bar einnig saman aðstöðu Amiri og þriggja bandarískra fjallgöngumanna; Shane Bauer, Sarah Shourd og Josh Fattal sem hafa verið í haldi Írana í eitt ár. „Íran heldur áfram að halda þremur Bandaríkjamönnum föngum.“

Ríkisfjölmiðlar í Íran tilkynntu í dag að Amiri hefði dúkkað upp í sendiráði Pakistan í Washington og hann hafi beðið um að fá að fara aftur til Íran. ABC fréttastofan sagði í marsmánuði að Amiri ynni í raun fyrir bandarísku leyniþjónustuna.

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Reuter
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert