Treysta ekki lengur Obama

Barack Obama
Barack Obama Reuters

Til­trú al­menn­ings á getu Barack Obama Banda­ríkja­for­seta til þess að leiða landið á rétta braut virðist fara þverr­andi. Þetta sést skýrt sé rýnt í nýja skoðana­könn­un sem birt er í Washingt­on Post.

„Nú, fjór­um mánuðum fyr­ir miðvals­kosn­ing­ar sem setja munu skýrt mark á seinni helm­ing kjör­tíma­bils hans, segj­ast nærri 60% kjós­enda hafa misst trúna á því að for­set­inn geti tekið rétt­ar ákv­arðanir fyr­ir þjóð sína. Og mik­ill meiri­hluti svar­enda seg­ist óánægður með hvernig hann hafi tekið á fjár­málakrís­unni,“ seg­ir m.a. í frétt blaðsins.

Könn­un­in kem­ur á sama tíma og Obama þarf að tak­ast á við ýmis vanda­söm verk­efni s.s. stríðsrekst­ur lands­ins á er­lendri grundu, mikið at­vinnu­leysi heima­fyr­ir, veik­b­urða hluta­bréfa- og hús­næðismarkaði sem og ol­íu­meng­un­ar­slysið við Mexí­kóflóa.

Demó­krat­ar ótt­ast að hljóti flokk­ur­inn vonda kosn­ingu í kom­andi miðvals­kosn­ing­um þá geti það haft af­drifa­rík, nei­kvæð áhrif á Obama, þar sem hann muni þá ekki hafa næg­an stuðning næstu tvö árin til þess að koma þeim mál­efn­um sem hann berst fyr­ir í gegn­um þingið.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert