Halda sameiginlegar heræfingar

Robert Gates og Hillary Clinton.
Robert Gates og Hillary Clinton. Reuter

Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn munu halda sameiginlegar heræfingar í Gulahafi í „nálægri framtíð“. Þetta kom fram í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í dag. Aðgerðin setur frekari þrýsting á Norður-Kóreumenn sem nýlega sökktu suður-kóresku herskipi.

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Hillary Clinton, utanríkisráðherra, munu hitta suður-kóreska starfsfélaga sína í Seúl í næstu viku til að ræða framkvæmd heræfinganna. 

Að sögn er ætlunin senda Norður-Kóreumönnum skýr skilaboð. 

Suður-Kóreumenn saka nágranna sína í norðri um að hafa skotið tundurskeytum að herskipi þeirra í marsmánuði sem kostaði 46 manns lífið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka