Jarðskjálfti við Chile

Snarpur jarðskjálfti varð í hafinu við strönd Chile í morgun. Bandaríska jarðvísindastofnunin segir að skjálftinn hafi mælst 6,5 stig. Hann varð klukkan 8:32 að íslenskum tíma um 99 km norðvestur af Temuco. Þá mældist skjálftinn á 28 metra dýpi.

Mjög öflugur jarðskjálfti varð í Chile 27. febrúar sl., en sá mældist 8,8 á Richter. Mikil flóðbylgja fylgdi í kjölfarið sem varð yfir 500 manns að bana. Þá sópuðust heilu þorpin í burtu.

Kostnaður vegna hamfaranna í febrúar er talinn nema um 30 milljörðum dala (um 3.700 milljörðum króna).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert