Sykursýkilyf áfram á markaði

Avandia-lyfið.
Avandia-lyfið. Reuter

Meirihluti ráðgjafarnefndar ráðlagði Bandaríkjastjórn í dag að leyfa sykursýkislyfinu Avandia að vera áfram á markaði en setja þó frekari hömlur á sölu þess.

12 nefndarmeðlimir af 33 töldu að lyfið yki líkur á hjartasjúkdómum og kusu með því að taka lyfið af markaði.  20 töldu hins vegar að lyfið ætti að vera áfram á markaði og 17 af þeim töldu að setja ætti frekari hömlur á sölu lyfsins og setja varúðarorð til sjúklinga í áhættuhópi á umbúðir lyfsins.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að lyfið geti aukið líkur á hjartasjúkdómum en aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á gagnstæða niðurstöðu. Hjartasjúkdómar eru helstu fylgikvillar sykursýki og því er mikið áfall ef lyf, sem notað er við sykursýki, eykur enn á þá hættu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert