Hvetja til meiri samdráttar í losun

Reuters

Ráðherr­ar Þýska­lands, Frakk­lands og Bret­land kalla eft­ir því að lönd Evr­ópu­sam­bands­ins setji markið hærra þegar kem­ur að því að draga sam­an í los­un gróður­húsaloft­teg­unda og dragi þannig úr los­un um 30% fram til árs­ins 2020, sam­an­borið við los­un árið 1990, í stað aðeins 20% eins og áður hafði verið rætt um.

Álykt­un þessa efn­is var í dag birt í breska dag­blaðinu Fin­ancial Times, þýska dag­blaðinu Frankfur­t­er All­gemeine og franska dag­blaðinu Le Monde.

„Ef við höld­um okk­ur aðeins við 20% sam­drátt þá eru mikl­ar lík­ur á því að Evr­ópa missi af lest­inni í sam­keppn­inni við lönd á borð við Kína, Jap­an og Banda­rík­in. Fyrr­greind lönd hyggj­ast öll leggja aukna áherslu á að gera viðskiptaum­hverfið meira aðlaðandi fyr­ir fyr­ir­tæki sem stuðla að minni los­un gróður­húsaloft­teg­unda,“ seg­ir m.a. í yf­ir­lýs­ingu ráðherr­anna þriggja. Þeir eru Nor­bert Roett­gen um­hverf­is­ráðherra Þýska­lands, Jean-Lou­is Bor­loo um­hverf­is­ráðherra Frakk­lands og Chris Huhne ráðherra loft­lags­breyt­inga­mála í Bretlandi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert