Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag lagafrumvarp um fjármálamarkaðinn þar ytra. Lagabreytingarnar eru þær umfangsmestu sem gerðar hafa verið á þessu sviði síðan í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar.
Lagabreytingin er talinn mikill sigur fyrir Barack Obama.
Frumvarpið var samþykkt með 60 atkvæðum gegn 39. Ákveðið var að leggjast í allsherjar endurskoðun á lagaumhverfi fjármálamarkaða Bandaríkjanna eftir hremmingar ársins 2008. Aðeins þrír repúblikanar greiddu atkvæði með lagasetningunni sem er að mestu leyti að frumkvæði Obama. Einn demókrati lagðist gegn frumvarpinu.