Samþykktu ný lög um fjármálamarkaði

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti viðamiklar breytingar á lagaumhverfi fjármálamarkaða í dag. …
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti viðamiklar breytingar á lagaumhverfi fjármálamarkaða í dag. Samþykktin er mikill sigur fyrir Obama. KEVIN LAMARQUE

Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag lagafrumvarp um fjármálamarkaðinn þar ytra. Lagabreytingarnar eru þær umfangsmestu sem gerðar hafa verið á þessu sviði síðan í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar.

Lagabreytingin er talinn mikill sigur fyrir Barack Obama. 

Frumvarpið var samþykkt með 60 atkvæðum gegn 39. Ákveðið var að leggjast í allsherjar endurskoðun á lagaumhverfi fjármálamarkaða Bandaríkjanna eftir hremmingar ársins 2008. Aðeins þrír repúblikanar greiddu atkvæði með lagasetningunni sem er að mestu leyti að frumkvæði Obama. Einn demókrati lagðist gegn frumvarpinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert