Mikill eldsvoði í Kína

Slökkviliðsmenn standa fyrir framan stóran olíutank sem brann.
Slökkviliðsmenn standa fyrir framan stóran olíutank sem brann. Reuters

Mik­ill eld­ur kviknaði við hafn­ar­svæði í Dali­an í Kína þegar spreng­ing­ar urðu í tveim­ur olíu­leiðslum. Slökkviliðið hef­ur nú náð tök­um á eld­in­um, en rúm­lega 2.000 slökkviliðsmenn börðust við hann í um 15 klukku­stund­ir. Mik­ill reykjar­mökk­ur er enn á vett­vangi. 

Olíu­leiðslurn­ar eru í eigu stærsta olíu­fé­lags Kína. Spreng­ing­arn­ar urðu seint í gær­kvöldi að staðar­tíma þegar olíu­flutn­inga­skip var að af­ferma um 300.000 tonn af olíu. Það er lán í óláni að hafn­ar­svæðið er í nokk­urri fjar­lægð frá íbúa­byggð.

Mik­il bruna­lykt finnst í borg­inni en yf­ir­völd segja að eng­ar eit­ur­guf­ur hafi sloppið út í and­rúms­loftið.

Hu Jintao, for­seti Kína, og Wen Jia­bao, for­sæt­is­ráðherra lands­ins, hafa beðið aðstoðarfor­sæt­is­ráðherr­ann til að stýra aðgerðum á vett­vangi.

Eldar loguðu í Dalian í alla nótt.
Eld­ar loguðu í Dali­an í alla nótt. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert