Þúsundir strandaglópar eftir að ferðaskrifstofa fór í þrot

Ferðamenn í Grikklandi.
Ferðamenn í Grikklandi. Reuters

Þúsund­ir ferðamanna eru nú strandaglóp­ar eft­ir að breska ferðaskrif­stof­an Gold­trail, sem sér­hæfði sig í ferðum til Grikk­lands og Tyrk­lands, fór í þrot. Þetta hafa bresk flug­mála­yf­ir­völ staðfest.

Ferðaskrif­stof­an, sem var með höfuðstöðvar í London, var tek­in til gjaldþrota­skipta í gær. Talið er að um það bil 16.000 ferðamenn séu nú er­lend­is á veg­um skrif­stof­unn­ar.

Bresk flug­mála­yf­ir­völd segja að þau vinni nú að því að koma ferðamönn­um heim að loknu fríi. Ljóst sé að ekki verði flogið með fleiri ferðamenn til Tyrk­lands og Grikk­lands á veg­um Gold­trail.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert