Utanríkisráðherra Evrópusambandsins, lafði Ashton, segir nýlegar tilslakanir Ísraelsmanna gangvart Gaza ekki duga til. Nauðsynlegt sé að opna landamærin.
Ashton er nú í opinberri heimsókn á Gaza svæðinu. Hún er áhrifamesti vestræni stjórnmálamaðurinn sem hefur heimsótt svæðið síðan stjórnvöld í Ísrael ákváðu að slaka innflutningsbanninu þangað. Gríðarlega strangar reglur hafa gilt um hvað megi fara inn fyrir landamærin.
Ashton segir mikilvægt að alþjóðasamfélagið þrýsti á Ísrael að stöðva hið svokallaða umsátursástand sem ríkt hafi á Gaza um nokkurt skeið.
Í kjölfar þess að valdatöku Hamas samtakanna á Gaza hafa Ísraelsmenn bókstaflega haldið svæðinu í einangrun.
Ashton fundaði ekki opinberlega með forsvarsmönnum Hamas samtakana. Evrópusambandið, Bandaríkin og Ísrael viðurkenna ekki tilkall Hamas til Gaza og skilgreina samtökin sem hryðjuverkasamtök.
Í ferð sinni heimsótti utanríkisráðherrann einnig ísraelska bæinn Sderot en íbúar bæjarins hafa mátt þola reglulegar flugskeytaárásir frá Palestínu.
BBC greindi frá þessu.