Fjöldamorð í Mexíkó

Sautján voru skotnir til bana og 10 særðust þegar vopnaðir menn réðust á hóp fólks sem var að skemmta sér í afmælisveislu í borginni Torreon í Mexíkó í nótt að staðartíma. Óstaðfestar fréttir herma að launmorðingjar hafi staðið á bak við árásina.

Torreon er í Coahula-ríki, sem liggur við Texas í Bandaríkjunum. Þar hafa eiturlyfjaklíkur barist um völd að undanförnu, enda svæðið mikilvægt þeim sem vilja smygla fíkniefnum til Bandaríkjanna. 

Árásarmennirnir eru sagðir hafa notað vélbyssur. Mexíkóskur embættismaður, sem vill ekki láta nafns síns getið, segir í samtali við Reuters að mennirnir hafi farið inn í garð þar sem fólkið var að skemmta sér og skotið á allt sem hreyfðist.

Þeir eru sagðir hafa komið á fimm jeppum, brotið niður hurð til að komast að garðinum sem var umkringdur háum veggjum.

Heimildarmaður innan lögreglunnar sagði við AFP-fréttastofuna að sjónarvottur hefði greint frá því að árásarmennirnir hefðu hrópað „drepið þau öll“ rétt áður en þeir létu kúlum rigna yfir gestina. Rúmlega 200 byssukúlur fundust á vettvangi að sögn yfirvalda.

Mexíkóskir lögreglumenn hafa haft í nógu að snúast að undanförnu …
Mexíkóskir lögreglumenn hafa haft í nógu að snúast að undanförnu í baráttunni við glæpasamtök í landinu. Myndin er úr safni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert