Tollayfirvöld á alþjóðaflugvellinum í Peking í Kína stöðvuðu tvo farþega sem reyndu að smygla 100 kílóum af þurrkuðum sæhestum inn í landið. Sæhestarnir voru geymdir í nokkrum ferðatöskum. Tollverðirnir runnu á lyktina sem var stæk.
„Allir starfsmennirnir fundu vonda lykt af einhverju og þeir fundu einnig fyrir ónotum í hálsinum, og þá svimaði,“ segir ónefndur tollvörður í samtali við Reuters.
Það er bannað að flytja sæhesta inn til landsins lögum samkvæmt. Þeir eru oft notaðir við lækningar en það þykir heilsubætandi að borða sæhesta.