Írski stjórnmálamaðurinn Bernard Allen segir að Írar ættu að líta til Íslands við rannsókn á efnahagshruni ársins 2008. Allen er formaður nefndar sem rannsakar ástæður og orsakir efnahagshrunsins á Írlandi.
Írland lenti illa í lausafjárkreppunni 2008 og glímir við svipuð vandamál og Ísland. Allen leggur til að þáttur stjórnmálamanna og hátt settra embættismanna í hruninu verði skoðaður líkt og gert hafi verið á Íslandi. Hann segir líkindin milli landanna vera sláandi. Ekki hafi verið gert nægilega úr ábyrgð stjórnvalda á ástandinu á Írlandi.
Allen segir að íslensk stjórnvöld hafi markvisst reynt að komast að rót vandans. Slíkt ættu Írar einnig að gera. Írska rannsóknarnefndin gæti lært mikið af aðferðum Íslendinga. Nefndin sótti Ísland heim í júní til að kynna sér aðferðir rannsóknarnefndar Alþingis.
Í frétt Irish Examiner er fjallað um málið. Þar segir að íslenska rannsóknin á orsökum bankahrunsins hafi tekið til helstu ráðamanna þjóðarinnar.Þar á meðal þáverandi forsætisráherra, Geirs H. Haarde og þáverandi Seðlabankastjóra Davíðs Oddssonar.
fréttina má lesa hér.