Sterkur jarðskjálfti varð í Kyrrahafi við bandarísku Aleútaeyjarnar, sem eru á milli Rússlands og Alaska. Skjálftinn mældist 6,7 stig. Engar fregnir hafa borist af eyðileggingu eða manntjóni.
Hans varð vart kl. 21:56 að staðartíma í gærkvöldi (kl. 05:56 í morgun að íslenskum tíma), um 43 km vestur af Nikolski eyju. Þetta segir bandaríska jarðvísindastofnunin.
Engin flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út.