Fátt virðist jafn einfalt og glas af mjólk en í L.A. Times er sagt að því fari fjarri að búið sé að útkljá deilur um hollustu hennar. Sumir fullyrða að hún verji okkur gegn beinþynningu, í henni séu auk þess nauðsynleg efni eins og prótín, kalk, magnesíum og pottaska sem ekki fáist úr öllum mat.
,,Kúamjólk er aðeins heppileg fæða fyrir kálfa," segja sumir og rifja upp að í mjólk er mikið af mettaðri fitu. Aðrir benda á að í mjólkinni séu hormónar úr dýrinu, jafnvel leifar af blóði og öðrum vessum. Og jafnvel þótt menn sætti sig við að hún sé drukkin er hart deilt um heppilegt magn. Eitt glas á dag? Þrjú glös á dag?
,,Þetta er eitt af athyglisverðustu og flóknustu málum næringarfræðinnnar," segir dr. Walter Willett, yfirmaður deildar almannaheilsu við Harvard-háskóla, ,,og við vitum ekki enn öll svörin."