Öflugir jarðskjálftar í Kyrrahafi

Liðsmenn ættflokks á Papúa Nýju Gíineu.
Liðsmenn ættflokks á Papúa Nýju Gíineu. Reuters

Tveir stórir jarðskjálftar skóku Papúa Nýju-Gíneu í dag. Fyrri skjálftinn mældist 6,9 á Richter og sá síðari 7,3 stig.

Í frétt CNN segir að upptök beggja skjálftana hafi verið á svipuðum slóðum. Haft var eftir bandarísku jarðvísindastofnuninni að upptök fyrri skjálftans hafi verið um 114 kílómetrum frá borginni Kandrian. Upptök síðari skjálftans voru um 107 kílómetrum frá Kandrian.

Papúa Nýja-Gínea er í Suðvestur-Kyrrahafi.

Yfirvöld gáfu út flóðbylgjuviðvörun í fyrstu. Viðvörunin var síðar afturkölluð. Ekki hafa fengist fregnir af skemmdum eða mannskaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert