Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, telur Osama bin Laden enn vera í felum í Pakistan. Þetta kom fram í máli hennar í sjónvarpsviðtali í Islamabad.
„Ég trúi því að hann (bin Laden) sé hér í Pakistan og það væri mjög hjálplegt ef handsömum þá [leiðtoga al-Qaeda],“ sagði Clinton.
Í síðasta mánuði sagði Leon Panetta, yfirmaður CIA, að bin Laden væri enn í „djúpt í felum“, níu árum eftir hryðjuverkaárasir al-Qaeda í Bandaríkjunum.