Leysibyssur orðnar að veruleika

Bandaríska herskipið USS Bataan. Byssurnar verða staðalbúnaður í slíkum skipum …
Bandaríska herskipið USS Bataan. Byssurnar verða staðalbúnaður í slíkum skipum eftir 2016.

Banda­ríski her­inn hyggst inn­an skamms taka til notk­un­ar geisla­byss­ur. Þær yrðu notaðar til að verj­ast ná­læg­um árás­um á her­skip. Banda­ríski sjó­her­inn hef­ur í sam­vinnu við vopna­fram­leiðand­ann Raytheon, sem sér­hæf­ir sig í flug­skeyt­um, þegar hafið próf­an­ir á slík­um vopn­um.

Til­raun­ir hafa gengið vel og hef­ur sjó­hern­um nú þegar tek­ist að skjóta niður ómannaða til­rauna­flug­vél með geisla­byss­um. Leyni­leg­ar til­raun­ir hafa farið fram á vopn­un­um und­an strönd­um Kali­forn­íu. Breska blaðið Tel­egraph grein­ir frá þessu.

Verk­efnið hófst þannig að Raytheon verk­smiðjurn­ar keyptu sex ný leysi­geisla­tæki sem notuð eru í bílaiðnaði. Úr þess­um tækj­um var svo smíðuð ein öfl­ug geisla­byssa. Hingað til hafa all­ar geisla­byss­ur skotið mörg­um geisl­um í einu. Nú hef­ur fyrst tek­ist að mynda einn gríðarsterk­an geisla. 

For­svars­menn verk­efn­is­ins líkja byss­un­um við þær sem notaðar eru í Star Wars kvik­mynd­un­um, nema hvað þess­ar séu al­vöru.

Leysi­geisla­byss­urn­ar verða til­bún­ar til notk­un­ar í hernaði árið 2016. Þeim er ætlað að auka ör­yggi her­skipa til muna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert