Ný vörn gegn HIV

Alnæmi er víða mikil ógn.
Alnæmi er víða mikil ógn. Reuters

Tilraunir lofa góðu á nýju kremi sem ætlað er að vernda konur gegn HIV veirunni. Kremið er borið á kynfæri kvenna og er ætlað að draga úr líkum á HIV smiti.

Kremið er nú á öðru stigi prófana. Ströng skilyrði eru gerð til prófananna og þarf það að standast þrjú tilraunastig. Tilraunirnar hafa hingað til gefið góða raun. Líkur á smiti eru sagðar minnka um 39 prósent í heildina. Meðal þeirra kvenna sem hafa notað kremið oftast minnkuðu líkurnar á smiti um 54 prósent.

Baráttufólk gegn alnæmi í heiminum hefur tekið kreminu fagnandi. Sérstaklega er það talið hafa jákvæð áhrif í Afríku þar sem smokkar eru þar víða litnir hornauga. 

Michel Sidibe, framkvæmdastjóri UNIAIDS, segir þetta í fyrsta skiptið sem konum stendur úrræði til boða í baráttunni gegn alnæmi. Hingað til hafa smokkar verið eina raunverulega vörnin en þeir séu háðir vilja karlmanna til notkunar. Tilraunirnar gefi konum því von. UNIAIDS er sérstök skrifstofa á vegum Sameinuðu Þjóðanna sem vinnur gegn útbreiðslu HIV.

Þótt varan sé enn á tilraunastigi hafa fjölmargir lýst yfir ánægju með árangurinn. Þar á meðal Margaret Chan, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert