Al-Bashir ögrar Alþjóðasakamáladómstólnum

Omar al-Bashir, forseti Súdans, við komuna til Chad. Hann gefur …
Omar al-Bashir, forseti Súdans, við komuna til Chad. Hann gefur lítið fyrir ákærur á hendur sér um stríðsglæpi og þjóðarmorð. Reuters

Omar al-Bashir, forseti Súdans, er nú í opinberri heimsókn í nágrannaríkinu Chad. Með heimsókninni ögrar hann Alþjóða sakamáladómstólnum (ICC) sem gaf út handtökuskipun á hendur honum árið 2009 í kjölfar ákæru um meinta stríðsglæpi. Þetta er í fyrsta skipti sem hann heimsækir aðildarríki að Alþjóða sakamáladómstólnu eftir útgáfu ákærunnar.

Vel var tekið á móti Bashir þegar hann kom til höfuðborgar Chad og sýndu þarlend stjórnvöld enga handtökutilburði.

Súdan og Chad hafa lengi átt í deilum vegna Darfúr héraðs. 

Samkvæmt reglum Alþjóðasakamáladómstólsins ber aðildarríkjum að framkvæma handtökur sé þess kostur. Dómstóllinn sjálfur hefur ekkert framkvæmdavald svo hann þarf að reiða sig á lögreglumátt aðildarríkja. Fyrr í þessum mánuði var nýjum ákærulið, sem varðar þjóðarmorð, bætt við ákæruna á hendur Bashir. Hann visar öllum slíkum ásökunum á bug.

Bashir segir allar deilur á milli Súdan og Chad heyra sögunni til. Nú standi til að auka samvinnu ríkjanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert