Bandaríkin, ásamt Suður-Kóreu, hafa veitt Norður-Kóreu viðvörun um „alvarlegar afleiðingar“ þess að sýna árásargirni og hvetja kommúníska ríkið til að játa að hafa staðið fyrir árás á Suður-Kóreskt herskip.
Aðvörunin var gefin út eftir að Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Robert Gates, varnarmálaráðherra, funduðu mér Suður-kóreska utanríkisráðherranum Yu Myun-Hwan og varnarmálaráðherranum Kim Tae-Young.
Ráðherrar ríkjanna hafa nú í sameiginlegri yfirlýsingu „skorað á Norður-Kóreu til að hætta við frekari árásir á Suður-Kóreu og gera sér grein fyrir þeim alvarlegu afleiðingum sem slík óábyrg hegðan hefur í för með sér.“