Ríkisstjórn Bandaríkjanna tilkynnti í morgun að samstarf bandaríkjahers við sérsveitir Indónesíuhafi verið tekið upp að nýju eftir tólf ár. Þetta kom fram eftir fund Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,með yfirvöldum í Jakarta.
„Við munum taka eitt skref í einu og fylgjast vel með störfum okkar með Kopassus,“ segir yfirmaður hjá bandaríska hernum í samtali við fréttastofu AFP. Kopassus er ein sérsveita Indónesíska hersins sem Bandaríkin sleit öllum tengslum við árið 1998.
„Þessi ákvörðun var tekin í ljósi þeirrar framfarar sem hefur átt sér stað í Indónesíu eftir fall Suharto,“ segir yfirmaðurinn en Suharto var einræðisherra í Indónesíu.
Bandaríkjamenn slitu tengslum við Kopassus vegna laga sem banna samstarf við hersveitir sem brjóta mannréttindi. Ákvörðunin er því umdeild en Kopassus sveitin var staðin að verki við gróf mannréttindabrot í austur-Tímor.Stjórnmálaspekingar telja ríkisstjórn Obama líta á Indónesíu sem mikilvægan lið í austur Asíu og bandamann í heimi múslima. Þá hafa fjölmiðlar bent á að Obama eyddi dágóðum tíma í Indónesíu sem barn.