Erfið fæðing í Hollandi

Jan Peter Balkenende, fráfarandi forsætisráðherra Hollands, gengur á fund Beatrix …
Jan Peter Balkenende, fráfarandi forsætisráðherra Hollands, gengur á fund Beatrix drottningar í vor með lausnarbeiðni fyrir ríkisstjórnina. Reuters

Be­atrix Hol­lands­drottn­ing hef­ur beðið Ruud Lubbers, fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra lands­ins, um að kanna stöðu stjórn­ar­mynd­un­ar­viðræðna fimm vik­um eft­ir að Hol­lend­ing­ar gengu að kjör­borðinu. Erfiðlega hef­ur gengið að mynda stjórn en út­kom­an kann að hafa áhrif í Ices­a­ve-deil­unni.

Fjór­ir flokk­ar, Frjáls­lyndi flokk­ur­inn, Verka­manna­flokk­ur­inn, hægri­flokk­ur­inn D66 og vinstri­flokk­ur græn­ingja hafa reynt að mynda stjórn í tveim­ur samn­ingalot­um án ár­ang­urs.

„Ég hef á til­finn­ing­unni að marg­ir Hol­lend­ing­ar skilji ekki hvað hef­ur gerst. Hafa all­ir tekið þátt í viðræðunum af al­vöru?“ spurði Lubbers sig er hann vék að stöðunni í viðtali við frétta­menn.

Áður en samn­ingaviðræðurn­ar hóf­ust hitt­ust full­trú­ar Frjáls­lynda flokks­ins, Kristi­legra demó­krata og Frels­is­flokks­ins, hægri flokks hins um­deilda Geert Wilders, að máli en þær viðræður fóru út um þúfur.

Hefði sú stjórn orðið að veru­leika hefði hún haft afar lít­inn þingstyrk eða aðeins 76 sæti af 150 í neðri deild hol­lenska þings­ins og þar með minnsta mögu­lega meiri­hluta. Til sam­an­b­urðar hefði áður­nefnd stjórn fjög­urra flokka haft 81 sæti og því öllu trygg­ari meiri­hluta. 

Útkom­an kann sem fyrr seg­ir að hafa áhrif í Ices­a­ve-deil­unni en vitað er að hægri­flokk­arn­ir eru harðari í af­stöðunni til greiðslu­kröf­unn­ar á hend­ur Íslend­ing­um en flokk­arn­ir vinstra­meg­in, þótt eng­inn leggi til að kraf­an verði minnkuð stór­lega eða felld niður.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert