Mikið úrhelli hefur verið í suðurhluta Kína og hafa a.m.k. 700 hafa látið lífið af völdum flóða og ofankomu á þessu ári. Þá hafa tveir fellibyljir gengið á land við suðurströndina með viku millibili.
Áður en óveðrið gekk á land unnu björgunarsveitir að því að leita að fólki sem hefur verið saknað. A.m.k. 701 hefur látist og þá segja yfirvöld að 347 sé saknað.
Að undanförnu hefur rignt mjög mikið í Liaoning-hérað í norðvesturhluta landsins. Þar eru sjaldnast flóð en nú er önnur staða uppi á teningnum.
Af ótta við mengun hafa yfirvöld í Xinmin orðið að skrúfa fyrir neysluvatn. Því hafa íbúar orðið að fjölmenna á götum úti með fötur til að fá vatn.