Fréttaskýring: Íslandstenging íðilfagra njósnarans

Anna Chapman.
Anna Chapman.

Það hefur lengi verið aðalsmerki góðra njósnara að geta blandað geði við áhrifafólk og fallið inn í hóp peningaaðalsins án þess að vekja minnstu grunsemdir.

Hinni íðilfögru Önnu Chapman, rússneska njósnaranum sem var gerður brottrækur frá Bandaríkjunum fyrr í sumar, ásamt níu öðrum útsendurum Rússlandsstjórnar, er í blóð borið að mynda tengslanet og afla um leið dýrmætra upplýsinga á freyðandi öldum kampavínsbaranna.

Skipulagði tímann vel

A Small World

Eins og komið hefur fram hefur Anna eftirnafnið frá Alex Chapman, eiginmanni sínum á árunum sem hún bjó í Lundúnum, og nýtti hún tímann þar í borg til hins ýtrasta til að komast inn í efsta lagið í þjóðfélaginu.

Ekki verður betur séð en að henni hafi orðið prýðilega ágengt enda er að finna forsvarsmenn vogunarsjóða og þjóðþekkta fjármálamenn á lista Daily Telegraph yfir „vini“ hennar.

Chapman gerði einnig út frá auðmannabarnum Boujis (sjá ramma), uppljóstrun sem valdið hefur titringi í ljósi þess að kunningjar Vilhjálms og Hinriks, erfingja bresku krúnunnar, eru þar tíðir gestir.

Meðal athafnamanna sem nefndir eru er Vincent nokkur Tchenguiz en hann er sagður hafa boðið Chapman í snarl á lúxusveitingahúsunum Annabel's og Cipriani. Ekki fylgir sögunni hvað þeim fór í milli en Vincent er bróðir Roberts, áhrifamanns í Exista og Kaupþingi fyrir hrun.

Chapman er ekki á flæðiskeri stödd hvað tekjumöguleika snertir. Saga hennar hefur vakið heimsathygli og er hún óhikað frægasti njósnari heims, ef frá er talinn Bond.

Kvikmynd í farvatninu?

Playboy

Sá galli er þó á gjöf Njarðar að það var hluti af framsalssamningi Chapman á milli bandaríska og rússneska ríkisins að hún mætti ekki hafa hag af því að selja sögu sína. Chapman ætti þó að geta séð sér leik á borði. Það útilokar ekkert að aðrir geti hagnast á lífshlaupi hennar.

Svissneskir bankar eru enn uppistandandi eftir fjármálafárviðrið og þangað gæti þóknunin leitað skjóls undir bankaleynd á kennitölu náins vinar, líkt og Daily Mirror vekur máls á á síðum sínum. Miðað við áhuga blaðanna ætti bók um ævintýri hennar að rokseljast.

AFDREP ELÍTUNNAR

372.000 kr. fyrir borðið

Ársgjaldið er um 93.000 krónur á núverandi gengi og kostar leiga á lúxusborði á komandi tónleikum Pete Tong í ágúst aðeins um 372.000 krónur. Tekið er fram að hámark gesta við hvert borð megi ekki fara upp fyrir 10.

Snyrtilegur klæðnaður er að sjálfsögðu skilyrði og er einnig tekið fram að til að fá frátekið borð þurfi gestir að eyða minnst frá 93.000 krónum og upp í 186.000 krónur.

Myndatökur eru stranglega bannaðar inni á staðnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert